Þótt að efni þessarar síðu sé miðað við fornhjól á Íslandi eru sumar fréttir erlendis frá nógu merkilegar til að við fjöllum um þær hér. Ein af þeim er sagan af fyrsta Triumph mótorhjólinu sem nýlega uppgötvaðist aftur og var gert upp af safnaranum Dick Shepherd.
Margar sögusagnir voru til um hjól sem að Triumph smíðaði sem prótótýpu árið 1901 upp úr Triumph reiðhjóli. Til voru auglýsingar og fréttir um það í gömlum blöðum sem áttu að auka áhuga lesenda á smíði slíks hjóls. Vélin kom frá belgíska framleiðandanum Minerva. „Ég var beðinn um að skoða gamalt Triumph mótorhjól frá safnara og komst þá að því að hjólið var ekki eins og fyrstu Triumph mótorhjólin“ sagði Shepherd um fundinn. „Ég varð mjög spenntur að uppgötva það ásamt því að hjólinu fylgdi bréf frá Triumph síðan 1937 sem staðfesti uppruna þess. Það ásamt þeirri staðreynd að vélarnúmer Minerva mótorsins passaði við 1901 árgerð staðfest sögulegt gildi þessa hjól endanlega.“
Hjólið var frumsýnt á Motorcycle Live mótorhjólasýningunni í Bretlandi, en þann 14. desember verður hjólinu verður ekið í fyrsta skipti í meira en 100 ár. Það verður gert við verksmiðju Triumph í Hinckley, þar sem það verður svo sýnt við hlið milljónasta Triumph mótorhjólsins á sérstöku sýningarsvæði sem spannar 120 ára sögu merkisins. Aðgangur að því svæði verður ókeypis og verður opið daglega frá miðvikudegi til sunnudags frá 10-16:30, svona ef einhver skyldi hafa áhuga.