Allar myndir 1920-1930 1930-1940 1940-1950 1950-1960 1960-1970 1970-1980 Lögreglan
Harley Davidsson 1917
Á myndinni er eitt elsta Harley-Davidson mótorhjól landsins, en því miður er ekki vitað hvaða fjölskylda þetta er.
Harley-Davidson Model S 1918
Maðurinn á mótorhjólinu hét Kristinn Eyjólfsson var fæddur 1895 í Sölvholti og starfaði sem símamaður í Reykjavík. Á þessari mynd er hann sestur á mótorhjólið með Hörð son sinn og konu sína Katrínu uppáklædda í peysufötin.
Triumph Model P 1926
Skúli Sigurðsson við Skólavörðuholtið með Hnitbjörg í baksýn. Líklega er um að ræða Triumph Model P á myndinni og þá af árgerðinni 1926-7. © Karl Gustaf Smith
Bátasmiðir með Harley-Davidson
Kristinn Ottason er skráður fyrir RE-64 þann 11. apríl 1923 en hann er fyrir framan á myndinni, og Pétur bróðir hans fyrir aftan. Hjólið er Harley-Davidson Model T 1918.
Mead Flyer
Á þessari gömlu mynd má sjá Mead Flyer mótorhjól frá 1920 eða þar um bil, hugsanlega RE-69.
Indian í Hafnarfirði
HF-51 er svokallað Indian Model O Light twin, frá því fyrir 1920.
Harley-Davidson á Akureyri
Á myndinni er Harley-Davidson Model F frá 1920. © Minjasafnið á Akureyri
Bjargmundur á BSA á Eyrarbakka
Bjargmundur Guðmundsson, rafstöðvarstjóri í Hafnarfirði ásamt konu sinni fyrir utan búð Guðlaugs Pálssonar á Eyrarbakka.
Þorsteinn Ásbjörnsson á Harley-Davidson 1917. Myndin er tekin 1935
© Árni Þorsteinsson
Triumph TT 1927
Þetta er Triumph hjól með serial nr. 701775. Árið 1929 er það skráð á Þórð Aðalsteinsson, alveg til 1933.
Harley-Davidson Model C 1930
R-229 er Harley-Davidson Model C sem er 500 rsm, eins strokks með síðuventlum. Líklega situr Jakob Einarsson þjónn hjólið.
Fullir bensíntankar og tilbúnir í heiðina
Frá vintri: Eyjólfur Stefánsson, Einar Björnsson og Jón Einarsson. R-519 er Harley-Davidson D 1929, R-472 Harley-Davidson C 1929 og R-455 Ariel 1934.
Uppstilling
R-583 er Harley-Davidson D 1931 en Sigurður Sigurðsson er skráður fyrir hjólinu 1937-1939. RE-93 er Harley-Davidson C 1931, RE-519 Harley-Davidson D 1929, RE-244 Harley-Davidson 1935, RE-229 Harley-Davidson 1930. RE-243 er illþekkjanlegt en RE-380 er Raleigh. Aftasta hjólið er líklega Triumph. © Gissur Erasmusson
Velocette
U-104 er Velocette en Ásmundur Björnsson var eigandi þess.
Harley-Davidson Model C 1931
RE-258 er Harley-Davidson Model C 1931 og líklega er það Sverrir Bernhöft sem situr hjólið.
Screen shot 2014-12-06 at 16.42.56
Harley-Davidson Model D 1929
Aage Lorange á RE-519
R-229 sem er Harley-Davidson Model C 1930
Hjólið er nýtt keypt af Jakobi Einarssyni, þjóni þann 4. Mars 1930 og á hann hjólið til 12. Júní um sumarið. Næsti eigandi er Kári Ásbjörnsson, Öldugötu 59. Næstu heimildir um hjólið eru að það er skráð í júlí 1935 í Borgarnesi undir númerinu MB-44 á nafni Bjarna Þorsteinssonar frá Hurðarbaki. Ljósmyndari: Þorleifur K. Þorleifsson.
Pétur í Vatnskoti á Harley-Davidson Model D 1931
Pétur Símonarson í Danmörku á Harley hjóli sem hann flutti inn frá Danmörku sumarið 1945 og sett á númerið R-1146. Fyrst átti Karl Pétur Símonarson hjólið en hann bjó á Laugavegi 18. Björgvin EInarsson kaupir hjólið í júlí 1946 og Guðmundur Karlsson, Framnesvegi 18 kaupir það svo í júní 1948. Jóhannes Árnason í Reykhólasveit Barðastrandasýslu kaupir það 4 júní 1949 og þá fær það númerið B-55.
Triumph 1948
R-3535 er líklega Triumph mótorhjól frá 1948 eða þar um bil.
AJS á Vestfjörðum
Í-44 sem er AJS 1930 með serial nr M9-131377
Matchless G8L fyrir vestan
Í-166, sem er Matchless G8L en númerið var skráð á Guðmund Karlsson
Járnkarlinn á Rudge Special
Í-60 er Rudge Special keppnishjól en það er Matthías Bjarnason síðar þingmaður sem situr hjólið.
Bræður á Ísafirði á BSA 250
Tvíburabræðurnir Óskar og Haukur Eggertssynir með syni Ingólfs Eggertssonar bróður þeirra fyrir framan sig, þá Örn og Hálfdán. Í-188 BSA og Í-165 BSA.
Hjólahópur á Arnarnesi í Skutulsfirði
Frá vinstri: Í-78 er Triumph með VIN nr-ið 40.5T.26354 og var í eigu Aðalbjörns Guðmundssonar árið 1943 og 46. Í-63 er BSA, VIN KB241380, var í eigu Alfreð Baanegaard 1943. Í-87 er Triumph VIN 9T.208735, var í eigu Árna Matthíassonar 1946 Í-80 er BSA sem var í eigu Sveinbjörns Sveinssonar 1946. Í-90 er óljóst en var í eigu Helga Hjartarsonar 1946 sem átti nokkur mótorhjól. Í-126 er Norton sem var í eigu Friðriks Bjarnasonar 1947. Í-127 er Royal Enfiled sem var í eigu Péturs Þórarinssonar 1947. Í-125 er Matchless sem var í eigu Gunnlaugs Guðmundssonar 1947. Í-82 er BSA 350 sem var í eigu Hauks Benediktssonar 1946.
Triump Speed Twin 500 á Laugarnesi
Gunnar Árni Þorkelsson á Triumph hjóli sínu R-3997 á Lauganesinu. Myndin er tekin 1959. © Gunnar Árni Þorkelsson
Ariel Square Four á Reykjavíkurflugvelli
Othar Smith flugvirki á Ariel Square Four 1947 hjóli sínu. © Njáll Gunnlaugsson
Triumph 500 Speed Twin ásamt Model A
Gunnar Árni Þorkelsson átti þetta Triumph hjól R-3997. Ford Model A R-8937. Myndin er tekin 1959. © Gunnar Árni Þorkelsson
Triumph 500 Speed Twin á ferðalagi
Triumph hjól Gunnars Árna Þorkelssonar R-3997 en kona hans situr hjólið. Myndin er tekin 1959. © Gunnar Árni Þorkelsson
Triumph 500 Speed Twin í ferðalag
Gunnar Árni Þorkelsson á Triumph hjóli sínu R-3997 tilbúinn í ferðalag. Myndin er tekin 1959. © Gunnar Árni Þorkelsson
Triumph 500 Speed Twin á Hringbraut
Triumph 500, R-3997 á Hringbraut en eigandinn Gunnar Árni Þorkelsson situr hjólið. © Gunnar Árni Þorkelsson
Eldingarferð 1965 - Áning
Þarna má sjá nokkrar hondur, ein með númerið Y-70. NSU Quickly T fremst R-793 og Vespa R-3965. © Njáll Gunnlaugsson
Eldingarferð 1965 - Ekið af stað
Þarna má sjá nokkrar hondur, ein með númerið Y-70. NSU Quickly T aftast R-793. © Njáll Gunnlaugsson
Elding á Reykjavíkurflugvelli 1961
Vélhjólaklúbburinn Elding ásamt Sigurði Emil Ágústssyni, Sigga Palestínu. R-737, R-447, R-470, R-461 NSU Símon Wium, R-44 NSU, R-825 Victoria. © Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Bræður á Honda 1963
Eiríkur Gunnarsson formaður Eldingar 1962-3 á R-987 ásamt bróðir sínum. © Eiríkur Gunnarsson
Eldingarferð 1965 - Bláfjöll
Þarna má sjá nokkrar hondur, ein með númerið Y-70. NSU Quickly T aftast R-793 ásamt Vespa R-3965. © Njáll Gunnlaugsson
Eldingarferð 1965 - Stutt stopp
Þarna má sjá nokkrar hondur ásamt NSU Quickly T R-793. © Njáll Gunnlaugsson
Hondufloti við Geitháls
Eiríkur Gunnarsson formaður Eldingar 1962-3, myndin tekin 1963-4. © Eiríkur Gunnarsson
Hondur í Rauðhólum
Eiríkur Gunnarsson formaður Eldingar 1962-3, myndin tekin í Rauðhólum 1963-4. © Eiríkur Gunnarsson
Óðinn Gunnarsson á Triumph 500 Daytona
Óðinn Gunnarsson Járnsmiður um það bil að leggja af stað í hringferð 1974, mánuði eftir að hringvegurinn var opnaður. © Njáll Gunnlaugsson
Hringferð 1976 - Kawasaki 750 H2 1972
Hjól Daða Sigurðssonar við Jökulsárlón í hringferð 1976. © Njáll Gunnlaugsson
Hringferð 1976 - Triumph Tiger
Félagi Daða Sigurðssonar við Eyjafjöll í hringferð 1976. © Njáll Gunnlaugsson
Suzuki í árekstri
Suzuki GT380 í árekstri við fólksbíl. © Njáll Gunnlaugsson
Stúlka við Honda SS50
Stúlka þrífur Honda SS50 skellinöðru. © Njáll Gunnlaugsson
Eljan á Akureyri
Frá vinstri Kristján Hálfdánarson, Daði Sigurðsson, Jón Sigurðsson og Viggó á fyrsta CB750 Hondunni á Íslandi. Lengst til hægri Valdimar Pálsson á Honda CB450. © Njáll Gunnlaugsson
Árekstur á Hverfisgötu
Skellinaðra í árekstri við Mercury Comet. Einnig má sjá BMW R75/5 1972 sem var lögregluhjól. © Njáll Gunnlaugsson
Hópkeyrsla 1976
Frá hópkeyrslu Kvartmíluklúbbsins vorið 1976. © Njáll Gunnlaugsson
Hallærisplanið 1976
Nokkur mótorhjól samankomin á Hallærisplaninu, aðallega Honda XL350. © Njáll Gunnlaugsson
Útihátíðin "Vor í dal" 1973
Mótorhjól eins og Honda XL 350 og Triumph 650 samankonin. © Njáll Gunnlaugsson
Mótorhjól á útihátíð
Frá útihátíðinni "Vor í dal" um hvítasunnuhelgina 1973. © Njáll Gunnlaugsson
Glugginn hjá Karl H Cooper
Hjól í umboðssölu hjá Karl H Cooper í Borgartúni 1978. © Njáll Gunnlaugsson
Rúnturinn á Aukureyri 1974
Tvö hjól á rúntinum, Honda Monkey og Kawasaki 500. © Njáll Gunnlaugsson
Eljan fyrir norðan - Suzuki 400
Suzuki 400 á tjaldsvæðinu á Akureyri. © Njáll Gunnlaugsson
Loftfimleikar við Hallgrímskirkju
Cimarro bræðurnir leika listir sínar á línu við Hallgrímskirkju árið 1973. © Tryggvi Þormóðsson
Hringferð - Kawasaki 750 H2 1972
Daði Sigurðssoná Akureyri í hringferð ásamt vini sínum 1974. © Njáll Gunnlaugsson
Eljan í Þingholtunum
Við skúraþyrpingu samankomin nokkur mótorhjól eins og Suzuki 400, BSA Thunderbolt, Honda 305 Dream og fleira. © Njáll Gunnlaugsson
Samsetning í Suzuki umboðinu 1975
Unnið við samsetningu á Suzuki AC50 í kjallaranum í Suðurveri. © Ólafur Kolbeinsson
Þrjár af fyrstu Suzuki skellinöðrunum
Þrír félagar á fyrstu Suzuki skellinöðrunum í Hlíðunum 1974 © Ólafur Kolbeinsson
Eljan á norðurleið
Nokkur Honda hjól og eitt Suzuki við Hótel Fornahvamm á leiðinni norður 1974. © Njáll Gunnlaugsson
BMW og Harley-Davidson á bifhjólanámskeiði 1978.
Frá vinstri: Eiríkur Hreinn Helgason, Jón Hallgrímsson, Jón Otti Gíslason, Hörður Sigurðsson og Garðar Halldórsson. BMW R75/5 Nr. 4 OG 11 BMW R69S Nr. 2 og 3 Harley-Davidson 1977 Nr. 1 © Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu
Heimsókn Danakonungs 1956
Frá vinstri: Sigurður Emil Ágústsson, Jóel Sigurðsson, Leifur Jónsson, Jónas Bjarnason, og Hilmir Ásgrímsson. Hjólin eru Harley-Davidson FLE 1955 og Panhead 1949.
Ekið inná Sóleyjargötu
Fyrstu mótorhjól lögreglunnar í Reykjavík, Harley-Davidson Model U 1942-4
NSU Prima 1959
Árni Magnússon situr NSU Prima á Akureyri 1963. © Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu.
Lýðveldishátíð í vændum
Bifhjólin fjögur sem lögreglan fékk 1942-4, frá vinstri Sverrir Guðmundsson, Magnús Sörensen, Geir Jón Helgason og Sveinn Stefánsson. © Þjóðminjasafnið
Heimsókn sænsku konungshjónanna 1957
Opinber heimsókn sænsku konungshjónanna 1957. Sigurður Ágústsson og Hilmir Ásgrímsson við Harley-Davidson FLE 1955. © Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu.
Harley-Davidson 1968 á H-daginn
H-dagurinn. Óskar Ólason yfirlögregluþjónn og Magnús Einarsson varðstjóri kynna H-merkið. Hjólið er nýtt Harley-Davidson 1968. © Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu.
Siggi Palestína á Harley-Davidson 1959
Sigurður Emil Ágústsson, öðru nafni Siggi Palestína situr Harley-Davidson FL 1959. Ljósmyndari: Bragi Guðmundsson. © Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu.
Mótorhjólaslys við Sléttuveg 1960
Sigurður Benjamínsson við umferðarstjórn á slysavettvangi á gamla Hafnarfjarðarvegi og Sléttuvegi. Hjólið er Harley-Davidson 1949. © Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu.
Drottningarhjól í vegaeftirliti
Friðrik Jónsson og Guðmundur Ingi Sigurðsson standa á milli Harley-Davidson FL 1200 1972 hjóla. © Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu.
Fylgd við komu Noregskonungs
Heimsókn Noregskonungs árið 1961. Harley-Davidson FLE 1955 og FL 1959. © Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu.
Harley-Davidson 1967 og 1986
Þarna eru elstu hjól lögregluflotans, en hjól númer 14 er í grunninn 1967 módel. Við hjólin eru frá vinstri Geir Óskarsson, Ríkharður J. Björgvinsson og Guðmundur Ingi Sigurðsson.
Harley-Davidson FL 1972
Vegaeftirlit við álverið í Straumsvík. Harley-Davidson R-31002 er 1972 módel en R-31008 líklega 1967 módel. © Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu.
BMW R75/5 1973
Guðmundur H. Jónsson á glænýju BMW R75/5 1973. © Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu.
Mótorhjólaslys á stríðsárunum
Harley-Davidson 1930-33 af framgafflinum að dæma, með hliðarvagni. Líklega Goulding. © Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu.
Umferðardeild bifhjólanámskeið 1974
Steingrímur Magnússon, Bjarni Jóhann Bogason, Jón Bragason, Skúli Guðmundsson, óþekktur og Garðar Halldórsson. Fremst er Harley-Davidson 1974, svo BMW R75/5, BMW R69S og BMW R60/2 1961. © Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu.
Lögreglufylgd við Naustið
Hilmir Ásgrímsson til hægri. Harley-Davidson FLE 1955 og Harley-Davidson Panhead 1949. © Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu.
Áð við Almannagjá
Heimsókn Ólafs Noregskonungs til Íslands. ljósmyndari Pétur Thomsen. Harley-Davidson FLE 1955. © Þjóðminjasafnið
Harley-Davidson í kranabíl
Bilað lögregluhjól híft á kranabíl við gatnamót Stakkahlíðar og Miklubrautar. Snæbjörn Aðalsteinsson og Baldvin Viggósson. Harley-Davidson FLTPE. © Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu.
Radarmælingar í strætóskýli
Höskuldur Birkir Erlingsson og Karl Hjartarson við radarmælingar. Fyrir aftan glittir í Harley-Davidson FL1200. © Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu.
Vettvangur bifhjólaslyss 1990
Fimm lögreglumenn standa við Yamaha Virago bifhjól sem liggur á hliðinni. Frá vinstri: Guðbrandur Hansson, Árni Friðleifsson, Steinþór Hilmarsson og Rúnar Oddgeirsson. © Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu.
Uppstilling við Öskjuhlíð
Frá vinstri: Magnús Einarsson, Þorsteinn Steingrímsson, Snjólfur Pálmason, Skæringur Hauksson, Eric Steinsson, Sigurður Ágústsson og Jóhannes Björnsson. Fremst er BMW R60/2 1961, síðan þrjú Harley-Davidson FLE 1955, loks þrjú FL 1959. © Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu.
  • Heim
  • Myndasafn
  • Fyrirspurnir
  • Senda gögn
Menu
  • Heim
  • Myndasafn
  • Fyrirspurnir
  • Senda gögn
FORNHJÓL.IS • ©2021 ALLUR RÉTTUR ÁSKILINN
  • Heim
  • Myndasafn
  • Fyrirspurnir
  • Senda gögn
Menu
  • Heim
  • Myndasafn
  • Fyrirspurnir
  • Senda gögn