Categories
Uncategorized

4ra ventla Rudge 1926 á Akureyri

Myndin er tekin fyrir utan ljósmyndastofu Vigfúsar Sigurgeirssonar á Akuryeri, líklega af honum sjálfum. Myndin er í eigu Minjasafns Akureyrar og er klippt til að sýna hjólið betur.

Í nýlegri heimsókn á Minjasafn Akureyrar rakst ég á merkilega mynd sem sýnir frekar fágætt mótorhjól af Rudge Whitworth gerð. Það er á RE-númeri en myndin er tekin á Akureyri svo líklega hefur það farið í ferðalag norður, en myndin er tekin upp úr 1930. RE-321 er árið 1928 skráð á Ottó Baldvinsson, Bergstaðarstræti 10b. Um Rudge mótorhjól er að ræða með vélarnúmerið 42016. Það þýðir að um merkilegt Rudge Whitworth 500 hjól er hér á ferðinni, 1926 árgerð með fjögurra ventla mótor.

Hér má sjá samskonar hjól af 1927 árgerð en þá var kominn stýrisdempari í hjólið.

Rudge mótorhjólamerkið var stofnað 1910 og var helst þekkt fyrir að þróa 4ra ventla eins strokks mótorhjól. Fyrsta fjögurra ventla hjólið frá þeim kom árið 1924 og var með fjögurra gíra kassa, eins og RE-321. Árið 1928 vann slíkt hjól Ulster Grand Prix og þess vegna komu á markað hin frægu Ulster hjól frá Rudge. Merkið lifði ekki seinni heimsstyrjöldina af og ekki er vitað hvað varð af þessu merkilega hjóli heldur.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *