Syðst á Sjálandi, nánar tiltekið strax til vinstri eftir brúnna yfir Farö er staðsett merkilegt mótorhjólasafn í bænum Stubbeköbing. Safnið er tilkomið vegna söfnunar eins manns, Erik Nielsen að nafni sem safnaði mótorhjólum í kringum 1970. Hann ákvað árið 1976 að gefa bænum sínum safnið sem að lagði til hentugt húsnæði og loforð um að það yrðio þar um aldur og ævi. Árið 1983 var safnið stækkað til að bæta við útvarpssafni Benny Ahlburg og má þar meðal annars finna fyrsta hátalarann í heiminum, en það er önnur saga.
Um 170 mótorhjól er að finna á safninu en auk þeirra á safnið fjölda hjóla sem eru í endurgerð af sjálfboðaliðum, og gerð eru upp á öðrum stað í bænum. Alls á safni um 230 mótorhjól en auk þeirra á það 60 mótorhjólavélar sem eru flestar til sýnis á safninu. Loks eru 25 skellinöðrur einnig til sýnis. Af þeim 170 mótorhjólum sem eru til sýnis eru 11 mótorhjól sem framleidd voru í Danmörku. Við skulum skoða nokkur þeirra.