Author name: Njáll Gunnlaugsson

Njáll Gunnlaugsson er mótorhjólamaður, áhugamaður um fornhjól, ökukennari og rithöfundur.

Erlent Klúbbar Mótorhjólasöfn

Elsti Harley-Davidson klúbbur heimsins heimsóttur

Í borginni Prag í Tékklandi er stafræktur elsti Harley-Davidson klúbbur jarðkringlunnar. Hann var stofnsettur árið 1928 og er því stutt í 100 ára afmælið. Til var eldri klúbbur í San Fransisco en hann hætti starfsemi árið 1978. Það sem gerir söguna enn merkilegri er að mótorhjólaklúbbur utan um amerísk mótorhjól hafi lifað það af að […]

Elsti Harley-Davidson klúbbur heimsins heimsóttur Lesa grein »

Erlent Karakterar Mótorhjólasöfn

Hvar er mótorhjólið hans Tinna?

Eflaust geta margir lesendur fornhjol.is séð Tinna fyrir sér á mótorhjóli. Það sem færri kannski vita er að uppruna Tinna má rekja til franska blaðamannsins Robert Sexe. Robert þessi var vinur Hergé, höfundar Tinnabókanna en samlíkingin endar ekki þar. Hundur Robert Sexe var hvítur og hét René Milhoux, eða Milou í frönsku Tinnabókunum. Robert Sexe

Hvar er mótorhjólið hans Tinna? Lesa grein »

Innlent Karakterar

„Breskt er best!“

Þegar kom að vali á mótorhjólum hjá Hilmari Lútherssyni var þetta oft viðurkvæðið, breskt er best! Hilmar lést í síðastliðinni viku og vegna áhuga afastelpu hans sem langar að sjá hjólin hans afa gegnum tíðina, ákvað ég að skrifa grein um þau helstu. Auðvitað verður sú grein aldrei tæmandi því mótorhjólin sem hann átti gegnum

„Breskt er best!“ Lesa grein »

Innlent

Bridgestone – fyrstu japönsku bifhjólin

Það er útbreiddur misskilningur að Honda merkið hafi verið fyrst af þeim sem komu frá Japan hér til lands. Hið rétta er að Rolf Johansen & Co. flutti inn Bridgestone skellinöðrur ári fyrr en Honda kom á markað. Bridgestone merkið var undirdeild hjólbarðafyrirtækisins og framleiddi mótorhjól frá 1952-1970. Hjólin þeirra þóttu fullkomin að gerð og

Bridgestone – fyrstu japönsku bifhjólin Lesa grein »

Innlent

Íslensku mótorhjólin

Það hafa ekki margir lagt það á sig að smíða mótorhjól frá grunni hér á Íslandi. Til eru þó dæmi um það og í sumum tilfellum fóru mótorhjólin jafnvel á skrá. Til eru skráningarupplýsingar um tvö mótorhjól sem að Fálkinn hf smíðaði uppúr reiðhjólum og setti á skrá. Fyrra hjólið var með númerið R-55 og

Íslensku mótorhjólin Lesa grein »

Innlent

Mótorhjólainnflutningur fyrir 1920

Finna má upplýsingar í verslunarskýrslum um mótorhjólainnflutning allt frá árinu 1917 á Íslandi. Samkvæmt þeim er ekki að sjá að mótorhjól hafi verið flutt til landsins árið 1917 en einhver munu hafa komið fyrir það. Vitað er að hingað kom Wanderer mótorhjól árið 1913 og líklega tvö fleiri um miðjan annan áratuginn. Einnig var hér

Mótorhjólainnflutningur fyrir 1920 Lesa grein »

Innlent Mótorhjólasöfn

Draumurinn um tækniminjasafn í dal Elliða

Ég ætla ekki að reyna að ímynda mér hversu oft ég hef hugsað þessa hugsun þegar ég er á gangi með hundinn minn um Elliðadalinn, þar sem ég bý. Af hverju er ekki tækniminjasafn í þessu sérstaka húsnæði á þessum flotta stað? Húsnæðið hefur verið olnbogabarn svo lengi sem starfsemi hætti þar árið 1981 en

Draumurinn um tækniminjasafn í dal Elliða Lesa grein »

Erlent

Japönsku Harley hjólin

Það eru ekki allir sem vita af því að í Japan voru framleidd Harley-Davidson mótorhjól á millistríðsárunum. Saga merkisins byrjar árið 1912 þegar japanski herinn keypti nokkur mótorhjól til prófunar. Sú prófun virðist hafa dottið uppfyrir því að engir varahlutir voru pantaðir í kjölfarið. Næsta sending af Harley-Davidson mótorhjólum kom árið 1922 og var það

Japönsku Harley hjólin Lesa grein »

Innlent Karakterar

Leitin að fyrsta mótorhjóli Tæmersins

Það er kannski ekki úr vegi við áramót að líta aðeins yfir síðastliðið ár í fornminjafræðum íslenskra mótorhjóla. Á árinu 2023 gerði ég ansi gott átak í að finna skráningar víða um land og bætti helling við, eða um það bil 4.000 skráningum. Það kemur ýmislegt í ljós þegar farið er að slá þetta allt

Leitin að fyrsta mótorhjóli Tæmersins Lesa grein »

Scroll to Top