Categories
Uncategorized

Mótorhjólasafnið í Stubbeköbing

Syðst á Sjálandi, nánar tiltekið strax til vinstri eftir brúnna yfir Farö er staðsett merkilegt mótorhjólasafn í bænum Stubbeköbing. Safnið er tilkomið vegna söfnunar eins manns, Erik Nielsen að nafni sem safnaði mótorhjólum í kringum 1970. Hann ákvað árið 1976 að gefa bænum sínum safnið sem að lagði til hentugt húsnæði og loforð um að það yrðio þar um aldur og ævi. Árið 1983 var safnið stækkað til að bæta við útvarpssafni Benny Ahlburg og má þar meðal annars finna fyrsta hátalarann í heiminum, en það er önnur saga.

Innst á safninu var búið að koma fyrir sýningu á Honda mótorhjólum í tímaröð.

Um 170 mótorhjól er að finna á safninu en auk þeirra á safnið fjölda hjóla sem eru í endurgerð af sjálfboðaliðum, og gerð eru upp á öðrum stað í bænum. Alls á safni um 230 mótorhjól en auk þeirra á það 60 mótorhjólavélar sem eru flestar til sýnis á safninu. Loks eru 25 skellinöðrur einnig til sýnis. Af þeim 170 mótorhjólum sem eru til sýnis eru 11 mótorhjól sem framleidd voru í Danmörku. Við skulum skoða nokkur þeirra.

Fyrsta Nimbus hjólið kom árið 1919 en þetta hjól er frá árinu 1920 af fyrri gerð hjólanna sem oftast var kölluð Stovepipe í daglegu tali. Kemur það til vegan þess hvernig bensíntankurinn var í laginu. Þessi gerð var með 750 rúmsentimetra, fjögurra strokka motor og var framleidd til ársins 1934 þegar ný gerð hjólsins tók við. Hin gerð hjólsins heitir Type C og var mjög vinsæl, og keypti danski herinn og pósturinn þessi hjól í miklu magni.
Harley-Davidson framleiddi mörg hjól til notkunar í fyrri heimsstyrjöldinni og hér má sjá eitt þeirra. Það var upphaflega með hliðarvagni enda með stafinn L sem upphafsstaf í vélarnúmeri sínu. Fyrstu Harley-Davidson hjólin sem komu til Íslands voru alveg eins og þetta hjól.
William Mørch er danskt mótorhjól sem framleitt var frá 1914-1916 af dönskum málara. Aðeins voru fjögur framleidd og hjólið á safninu er það fyrsta sem smíðað var. Smíðin þótti vönduð með sveifaráshús úr bronsi meðal annars.
Douglas mótorhjólin voru þekkt fyrir að nota boxermótor sem komið var fyrir langsum í hjólinu. Þetta hjól er frá árinu 1930 en allavega tvö slík voru til hér á Íslandi í eina tíð. Douglas framleiddi mótorhjól frá 1904 til ársins 1956.
Fyrsta Cleveland mótorhjólið var smíðað árið 1915 og var með 270 rsm tvígengisvél. Árið 1924 kom einnig fjögurra strokka geð með 750 rsm mótor sem stækkaði í 1.000 rsm þremur árum seinna. Eitt tvígengis Cleveland kom til Íslands og var nákvæmlega eins og hjólið á danska safninu, en hjólin voru nokkuð vinsæl beggja vegna Atlansála.
Harley-Davidson kom fyrst með toppventlavél á markað í Peashooter hjólunum svokölluðu og meðal gripa á safninu er eitt frá árinu 1929. Það er svokallað Dirt-Track model enda vinsælt sem slíkt í Evrópu á þessum árum. Segir sagan að danski innflytjandinn hafi fengið mikið magn Harley-Davidson hjóla ódýrt á þessum tíma og selt víða um Evrópu, meðal annars til Íslands. Höfundur á eins hjól og þetta af sömu árgerð sem er í uppgerð í dag.
Eitt af elstu mótorhjólum sem voru til hér á Íslandi var Bradbury 500 eins og þetta mótorhjól. Þetta eintak er frá árinu 1906 en hjólið sem til var á Íslandi mun hafa verið nokkrum árum yngra. Vitað er til þess að það hafi verið til fram til árins 1930 eða þar um bil.
Með elstu hjólum á safninu er þetta Wanderer mótorhjól frá 1908 en tvö slík voru til hér á Íslandi í fyrir 1920. Þessi hjól voru vinsæl hjá þýska hernum í fyrri heimsstyrjöldinni og Wanderer var svo eitt af þeim merkjum sem sett voru saman í Auto Union samsteypuna árið 1932 en hin voru DKW, Horch og Audi.
Meðal minni sýninga innan um sýningargripi var sýning á Kawasaki hjólum frá áttunda áratugnum og hér fyrir innan andyrið tóku nokkur strax á móti manni.
Í kjallara hússins eru jafn stórt sýningarpláss fyrir mótorhjól og innst má finna merkilegt útvarpstækjasafn. Í forgrunni er BMW R50 frá 1952 með Steib hliðarvagni.
Vélar úr mótorhjólum skipa stóran sess á safninu en þær hafa verið teknar úr hjólum sem Erik Nielsen fékk gefins en voru of illa farin til að gera upp í heild sinni. Um sextíu slíkar vélar eru víðsvegar á safninu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *