Categories
Uncategorized

Flókin ættfræði gamalla mótorhjóla

Það er ekki einfalt mál að finna út úr eigendasögu gamalla mótorhjóla á Íslandi og skráningarupplýsingum þeirra. Fyrir það fyrsta eru þær skráningarupplýsingar sem eru til frekar gloppóttar og oft þarf að reiða sig á aðrar upplýsingar eins og ljósmyndir eða munnlegar heimildir. Við getum tekið tvö dæmi en það voru skráningarnar R-1129 og R1164. Á forsíðumyndinni með þessari grein má sjá R-1129 að leik í snjónum við Stærribæ í Grímsnesi en þar bjó Hafliði Grímsson sem átti X-171,  en þá átti Ólafur Sigurðsson nágranni hans R-1129.

R-1129 var á þessu Royal Enfield mótorhjóli í eigu Hans Peter Christensen og það fór ásamt nokkum öðrum mótorhjólum yfir Kjöl og er til myndasería frá þeirri ferð í myndasafni fornhjol.is.

Svo við byrjum á R-1129 var það fyrst á Harley-Davidson mótorhjóli þegar það kom á númer og þá í eigu Eyjólfs Steinssonar. Það hjól hafði áður borið númerið R-23 en með breytingu á númeraskrá kringum 1940 voru bifhjól flutt á númerin R-1100-1199 í Reykjavík. Það dugði þó ekki lengi en þar sem mikið kom af hjólum til landsins á stríðsárunum þurfti að bæta við á nokkrum árum R-2800, R-3500 og R-3900. R-1129 sem Harley fer svo á nafn Guðna Guðbjartssonar, Seljavegi 39 1941-42. En svo við víkjum aftur að R-1129 til ársins 1945 er númerið komið á Triumph hjól af 1927 árgerð en þá átti Skarphéðinn Frímannsson það. Uppúr seinna stríði er númerið komið á Royal Enfield mótorhjól sem var fyrst í eigu Ólafs Sigurðssonar.

Þessi danski maður með íslenska nafnið Örn kom í heimsókn á Mótorhjólasafn Íslands og fann þá mynd með föður sínum á Royal Enfield mótorhjólinu R-1129.

Á árunum eftir stríð bjó hinn danski Hans Peter Christensen hér um nokkurra ára skeið. Númerið R-1129 er þó hvergi skráð á hann í skráningarupplýsingum og er aðeins sjáanlegt á nokkrum ljósmyndum. Svo merkilega vildi til að sonur hans heimsótti Mótorhjólasafn Íslands fyrir skömmu og rakst þá á mynd af föður sínum úr myndasafni undirritaðs. Í Bílabókinni frá 1956 var svo númerið skráð á BSA 1947 árgerð í eigu Inga R. B. Björnssonar.

R-1129 var fyrst á eins strokks Harley-Davidson Model C mótorhjóli frá 1931 en það var 500 rsm hjól með síðuventla mótor eins og sést hér á myndinni. Frá 1929-1931 komu þau með þessum tvöföldu framljósum og er eitt slíkt hjól ennþá til hérlendis.

R-1164 var fyrst á gömlu Monark 1928 mótorhjóli frá Svíþjóð, en það var skráð á Ásgeir Vigfússon til heimilis að Hraunborg við Engjaveg. Það er selt á Þistilfjörð árið 1943 og fer þá númerið á Norton herhjól frá 1940.

R-1164 var skráð á Monark hjól árið 1942 og er svo selt til Þistilfjarðar.

Það er fyrst í eigu Arnórs Hjálmarssonar frá Steinhólum við Kleppsveg 1943, en 1944 í eigu Jóhanns Einarssonar, Miklubraut 28. Gísli Sigurðsson frá Hrauni eignast það 1945 en sama ár fer R-1164 á nýttinnflutt AJS mótorhjól frá Englandi. Fyrst er það í eigu Jóns Ingvarssonar, Framnesvegi 18 og 1946 er það komið undir Bjarna Steingrímsson, Reykhólum. Árni Sigurðsson, Grettisgötu 47 eignast það sama ár en 1947 er það komið í eigu Björns Kristjánssonar frá Skagaströnd en þá fer það á númerið H-191.

R-1164 var á þessu Vespa hjóli sem samkvæmt munnlegum heimildum var fyrsta slíka hjólið sem kom til Íslands.

Árið 1949-50 er það komið á BSA hjól í eigu Tove Olsen frá Grenimel 38 en það hjól er svo flutt til Danmerkur. Næst sjáum við númerið á Rex skellinöðru frá 1954 en það var í eigu Hafsteins Daníelssonar, Sörlaskjóli 16 árið 1956. Árið 1957 er númerið komið á Vespa mótorhjól sem líklega var fyrsta eintakið hérlendis en það hjól má sjá á nokkum myndum með það númer. Loks er númerið aftur komið á BSA hjól 1959 og var þá í eigu Valdimars Samúelssonar.

R-1164 var komið á BSA 250 mótorhjól sem er hér í fjallaferð 1959 en myndin er tekin við gangnamannaskála nálægt Hlöðufell
Monark mótorhjól frá 1928 hefur verið eins og þetta 175 rsm hjól með vél sem Monark framleiddu sjálfir. Um er að ræða toppventlavél með þriggja gíra kassa frá Sturmey-Archer.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *