Fyrsta skráða heimild um mótorhjól á norðurlandi er grein í Verkamanninum 10. júlí 1919 en þar segir svo: “Fyrst minnst er á bifreiðarnar. er ekki hægt að sleppa nýtískuleikfangi, sem nýkomið er til bæjarins. “Mótorhjól” er það kallað í daglegu tali. Ekki ber svo mikið á þessum ferðarokk á daginn, en með kvöldinu fer hann á kreik, og stundum hraðara en skyldi. Standa þessar skemmtiferðir stundum langt fram á nótt og fylgir þeim töluverður hávaði. Fólk kvartar sáran undan þessu óþarfa næturgöltri, en ekki ber á öðru en næturvörðurinn láti það afskiftalaust.” Um haustið sama ár fer líka að bera á auglýsingum um Henderson mótorhjólið sem Esphólín Co. á Akureyri hafði umboð fyrir, en hingað til lands kom eitt slíkt hjól sem var fyrir norðan fyrstu árin og er nú varðveitt á Mótorhjólasafninu á Akureyri.
Talsvert var um mótorhjól á Akureyri og nágrenni strax á millistríðsárunum enda hafa þau verið hentug til ferðalaga á þeim vegum sem þar voru á þessum tíma. Meðal fyrstu mótorhjóla norðan heiða hafa verið Henderson mótorhjól Esphólín frá 1918 og Harley-Davidson hjól Gríms Valdimarssonar sem var 1920 árgerð. Ekki er vitað hvaða A-númer var á Henderson mótorhjólinu en hjól Gríms var fyrst með númerið A-16 en síðar A-41. Önnur mótorhjól með lág A-númer voru AJS hjól Stefáns K. Snæbjörnssonar sem bar A-17 og A-21 sem var í eigu Eggerts Stefánssonar. A-17 var með vélarnúmerið 48475 og hefur samkvæmt því verið Model E6 af 1925 árgerð, en A-21 líklega 1928 módel. Næsta hjól með lágt númer var BSA hjól Gests Pálssonar með A-31 en á eftir því sjaldgæft Rudge Whitworth hjól Kristjáns Rögnvaldssonar frá Fífugerði. Einnig voru notuð E-númer á fyrstu árunum og meðal mótorhjóla sem báru E-númer var Opel hjól Tryggva Gunnarssonar sem fyrst bar númerið E-15 en síðar A-120.
A-52 var NSU mótorhjól í eigu Þórs Jóhanssonar og hefur verið fyrsta NSU mótorhjól landsins. Hann hefur átt hjólið 1934-35 en árið 1936 er það selt Gunnari Sigþórssyni. A-53 var svo Norton 18H mótorhjól frá 1934 í eigu Kristjáns P. Guðmundssonar. Næsta hjól í röðinni er svo A-59 sem var Triumph hjól í eigu Lárus J. Rist. Næst koma A-61 Ariel bifhjól í eigu Ólafs Jónssonar, Gróðrastöðinni og þvínæst A-62 sem var AJS í eigu Þorvalds J. Vestmann. A-63 var þýskt DKW sem Marinó Stefánsson átti.
A-68 var Triumph hjól sem að Aðalsteinn Einarsson átti frá 1934-37 en þá keypti Ölver Karlsson hjólið. A-69 var Ariel 1929 sem að var meðal annars í eigu Inga Hanssonar, Þorsteins Davíðssonar og Hafliða Guðmundssonar. Triumph hjólið A-71 var í eigu Jóns Kristinssonar frá 1934-36 en svo í eigu Ágústs Ásgrímssonar. A-77 var Ariel hjól sem var í eigu Þorsteins Benediktssonar lengi vel. RMW var sérstakt hjól frá Þýskalandi sem bar númerið A-89 og er í eigu Páls Tómassonar frá 1934. Það er svo komið í eigu Bifreiðastöð Akureyrar árið 1937.
Næstu A-númer eru svo A-103 og A-104, en það voru Triumph hjól í eigu Þorvalds Hallgrímssonar og Francis Barnett hjól í eigu Páls Sigurðssonar frá Bakka. A-107 var New Imperial mótorhjól sem fyrst var í eigu Karls Magnússonar en síðar Antons Kurtgannon frá Englandi. Sama var með OCD hjólið A-108 sem var í eigu Richard Ryel til 1936 en svo í eigu Friðjóns Axfjörð og Þóris Björnssonar. A-114 var Triumph mótorhjól sem var í eigu Jóns Helgasonar til 1936 en svo í eigu Björns Guðnasonar og svo Ingólfs Kristinssonar. A-128 var DKW hjól með vélarnúmerið 266913 í eigu Vigfúss Sigurgeirssonar. A-136 er svo áðurnefnt Harley-Davidson hjól frá 1920, þá komið í eigu Björns Guðnasonar og svo Jóns Sigurgeirssonar frá Helluvaði. OEC hjólið A-108 hefur svo í stuttan tíma farið á A-142 undir nafni Gook 1935 áður en það er selt til Reykjavíkur. A-157 er svo Triumph sem var í eigu Kristins Sigmundssonar frá Hóli.
Norðlingur, 30. ágúst 1928.
Á mótorhjóli fóru þeir austur í Mývatnssveit fyrir stuttu Ottó Baldvins símritari og Vigfús Sigurgeirsson Ijósmyndari. Fóru þeir alla leið að Skútustöðum, og komu einnig að Grenjaðarstað. 3 og 1/2 kl. st. voru þeir þaðan og hingað tii Akureyrar. Þessi leið hefir aldrei verið farin áður á mótorhjóli.
Dagur, 19. ágúst 1937.
Maður slasast á Akureyrargötum.
Um miðja síðustu viku var Herluf Ryel skipasmiður hér í bæ á leið heim til sín síðla kvölds og fór á bifhjóli. Maður í innbænum, Gunnar Thorarensen, heyrði að ekið var bifhjóli eftir götunni, en skyndilega heyrði hann þungt högg og í sama bili að tók fyrir gang bifhjólsins. Fór hann þá á fætur og fann Herluf liggjandi á götunni meðvitundarlausan í nánd við húsið nr. 19 við Aðalstræti. Hjá því húsi var gryfja í austurhluta götunnar, en allstór sleði hafði verið lagður yfir gryfjuna, og á hann er álitið að Herluf hafi ekið. Læknir kom brátt á vettvang, og var Herluf flutitur á sjúkrahús. Hafði hann hlotið meiðsl á höfuð og hefir legið meðvitundarlítill síðan.
Verkamaðurinn, 20. júlí 1929.
Nýlega fóru þeir Jón O. Guðmann kaupm. og Þórður Jóhannesson smiður til Sauðárkróks á sínu ARIEL-bifhjólinu hverHafði Ouðmann frúna með í körfu. Á vesturleið hrefti ferðafólkið rigningu og norðanstorm. Voru vegir því slæmir á fjöllum uppi. En hjólin reyndust veltiþing og gekk ferðin ágætlega