Ariel

Innlent Karakterar

„Breskt er best!“

Þegar kom að vali á mótorhjólum hjá Hilmari Lútherssyni var þetta oft viðurkvæðið, breskt er best! Hilmar lést í síðastliðinni viku og vegna áhuga afastelpu hans sem langar að sjá hjólin hans afa gegnum tíðina, ákvað ég að skrifa grein um þau helstu. Auðvitað verður sú grein aldrei tæmandi því mótorhjólin sem hann átti gegnum […]

„Breskt er best!“ Lesa grein »

Innlent Karakterar

Leitin að fyrsta mótorhjóli Tæmersins

Það er kannski ekki úr vegi við áramót að líta aðeins yfir síðastliðið ár í fornminjafræðum íslenskra mótorhjóla. Á árinu 2023 gerði ég ansi gott átak í að finna skráningar víða um land og bætti helling við, eða um það bil 4.000 skráningum. Það kemur ýmislegt í ljós þegar farið er að slá þetta allt

Leitin að fyrsta mótorhjóli Tæmersins Lesa grein »

Innlent Karakterar

Harleyinn úr Vík

Segja má að áhugi minn á gömlum mótorhjólum og söfnun heimilda um þau hafi kviknað þegar ég skoðaði nokkrar myndir sem að Hilmar Lúthersson Snigill #1 hafði komið með til varðveislu í Sniglaheimilinu 1993. Myndirnar voru af tveimur mótorhjólum, Ariel 1930 og Harley-Davidson 1929 sem bar númerið R-1130. Myndirnar sýndu hjólin á slæmum malarvegi og

Harleyinn úr Vík Lesa grein »

Innlent Mótorhjólasöfn

Mótorhjól fyrir norðan á millistríðsárunum

Fyrsta skráða heimild um mótorhjól á norðurlandi er grein í Verkamanninum 10. júlí 1919 en þar segir svo: “Fyrst minnst er á bifreiðarnar. er ekki hægt að sleppa nýtískuleikfangi, sem nýkomið er til bæjarins. “Mótorhjól” er það kallað í daglegu tali. Ekki ber svo mikið á þessum ferðarokk á daginn, en með kvöldinu fer hann

Mótorhjól fyrir norðan á millistríðsárunum Lesa grein »

Innlent Karakterar

Á mótorhjóli á Skjaldbreið

Pétur Símonarson frá Vatnskoti í Þingvallasveit var þekktur fyrir marga vélarsmíðina og smíðaði meðal annars tvo vélsleða sitt hvoru megin við seinni heimsstyrjöldina með mótorum úr flugvélum. Hann notaði einnig mótorhjól við smíði sumra tæka eins og Vatnadrekans sem var með motor úr gömlu mótorhjóli. Einnig breytti hann gömlu Ariel mótorhjóli fyrir vetrarakstur og fór

Á mótorhjóli á Skjaldbreið Lesa grein »

Innlent

Myndasería frá 1930

Á Snjáldru (facebook) birtist á dögunum myndasería frá Steindóri Val Reykdal sem sýnir þrjá menn á jafnmörgum bifhjólum. Myndirnar komu úr myndaalbúmi afa hans, Þórðar Aðalsteinssonar sem átti eitt hjólið. Þótt myndirnar væru litlar og óskýrar í fyrstu var strax hægt að sjá að hér var um merkilega heimild að ræða. Eftir að hafa skannað

Myndasería frá 1930 Lesa grein »

Innlent

Ariel hjólin kringum 1930

Fyrir skömmu birtist mynd af Ariel mótorhjóli á Holtavörðuheiði árið 1930 á vefnum Sarpur.is og þótti mér númer hjólsins eitthvað kunnuglegt. Reyndist það vera NK-6 sem til eru allavega þrjár aðrar myndir af. Fyrsti eigandi þess var Björn Björnsson en hann keypti það nýtt 1920. Í bókinni Saga Norðfjarðar er sagt að það hafi verið

Ariel hjólin kringum 1930 Lesa grein »

Scroll to Top