Author name: Njáll Gunnlaugsson

Njáll Gunnlaugsson er mótorhjólamaður, áhugamaður um fornhjól, ökukennari og rithöfundur.

Erlent Karakterar

Fótalaus fór hann meira en milljón kílómetra á mótorhjóli

Í fimmta hefti Heimilispóstsins frá 1950 er sögð saga Alfred Leroy sem 15 ára gamall missti báða fætur og helming af vinstri handlegg í sporvagnaslysi árið 1910. Hann náði sér af slysinu og gerðist lásasmiður og varð vinsæll sem slíkur svo að hann gat leyft sér þann munað að fá sér mótorhjól. Við grípum hér […]

Fótalaus fór hann meira en milljón kílómetra á mótorhjóli Lesa grein »

Innlent Karakterar

Fyrsta ferð til Akureyrar á mótorhjóli

Á dögunum fjölluðum við um fágætt Rudge mótorhjól sem var statt fyrir norðan þegar tekin var af því ljósmynd. Hjólið var með númer frá Reykjavík og giskuðum við á að það hefði lagt í ferðalag norður um 1930. Nú kemur hins vegar uppúr kafinu að hjólið fór í ferðalag þangað og staðfesta tvær heimildir það.

Fyrsta ferð til Akureyrar á mótorhjóli Lesa grein »

Innlent

Fyrsta lögreglumótorhjólið hét Imperia

Í bók minni „Þá riðu hetjur um héröð – 100 ára saga mótorhjólsins á Íslandi“ velti ég því upp sem möguleika á Lögreglan í Reykjavík hafi árið 1930 prófað að nota bifhjól í fyrsta skipti og þá líklega með Alþingishátíðina í huga. Hafði ég það eftir viðtali við Einar Björnsson sem átti nokkur mótorhjól á

Fyrsta lögreglumótorhjólið hét Imperia Lesa grein »

Innlent

Sunbeam hjólin á Íslandi

Sunbeam hjól voru ekki algeng hérlendis þótt þau hafi notið nokkurra vinsælda í Bretlandi sérstaklega. Að minnsta kosti fjögur slík voru þau hér samkvæmt mismunandi heimildum. Eitt þeirra var elst, líklega 1922-3 árgerð, eitt 1929 og það þriðja frá miðjum fjórða áratugnum. Það fyrsta sem við höfum um fyrsta Sunbeam hjólið er auglýsing sem birtist

Sunbeam hjólin á Íslandi Lesa grein »

Innlent

Elsta mótorhjólið til að nást á mynd

Bjargmundur Björgvinsson hafði samband við undirritaðan á dögunum með nokkrar gamlar mótorhjólamyndir úr safni afa síns, Bjargmundar Guðmundssonar. Bjargmundur hinn eldri var lengst af rafstöðvarstjóri í Hafnarfirði og átti nokkur mótorhjól en fyrsta mótorhjól hans var Bradburymótorhjólið. Á einni myndinni mátti sjá, svo ekki varð um villst, mótorhjól sem bar númerið RE-187, en það er

Elsta mótorhjólið til að nást á mynd Lesa grein »

Innlent Mótorhjólasöfn

Mótorhjól fyrir norðan á millistríðsárunum

Fyrsta skráða heimild um mótorhjól á norðurlandi er grein í Verkamanninum 10. júlí 1919 en þar segir svo: “Fyrst minnst er á bifreiðarnar. er ekki hægt að sleppa nýtískuleikfangi, sem nýkomið er til bæjarins. “Mótorhjól” er það kallað í daglegu tali. Ekki ber svo mikið á þessum ferðarokk á daginn, en með kvöldinu fer hann

Mótorhjól fyrir norðan á millistríðsárunum Lesa grein »

Innlent Karakterar

Á mótorhjóli á Skjaldbreið

Pétur Símonarson frá Vatnskoti í Þingvallasveit var þekktur fyrir marga vélarsmíðina og smíðaði meðal annars tvo vélsleða sitt hvoru megin við seinni heimsstyrjöldina með mótorum úr flugvélum. Hann notaði einnig mótorhjól við smíði sumra tæka eins og Vatnadrekans sem var með motor úr gömlu mótorhjóli. Einnig breytti hann gömlu Ariel mótorhjóli fyrir vetrarakstur og fór

Á mótorhjóli á Skjaldbreið Lesa grein »

Innlent Uppgerð

Í-88 aftur komið á götuna – Vélhjól á Vestfjörðum II

Í öðrum þætti Vestfjarðarmótorhjólanna fjöllum við um hjól sem margir þekktu en það var Matchless mótorhjól Helga Hartarsonar sem bar númerið Í-88. Helgi Hjartarson átti reyndar þrjú mótorhjól uppúr seinna stríði. Fyrst kom Royal Enfield herhjól líkt og áður hefur verið talað um, því næst Matchless G8L og svo BSA mótorhjól sem enn er til

Í-88 aftur komið á götuna – Vélhjól á Vestfjörðum II Lesa grein »

Scroll to Top