Categories
Uncategorized

Motor Cycling fjallar um Ísland árið 1914

Í gömlu hefti Motor Cycling frá 1914 segir frá komu Miss Nan Henry til Ástralíu að kynna Precision mótorhjólin. Henry var eina konan í Bretlandi sem vann við að kynna mótorhjól. Í blaðagreininni segir hún meðal annars frá því að hún hafi verið ráðin af Íslenska mótorþróunarfélaginu (Iceland Motor Developing Company) til að kynna Precision Junior hjólin á Íslandi. Þar lýsir hún landi án lesta eða annara stórra farartækja og lélegum vegum sem þar voru. Vegna þess hefðu íbúar landsins þurft að snúa sér að léttum mótorhjólum til að komast á milli staða.

Greinin um Miss Nan Henry í Motor Cycling tímaritinu ári 1914.

Litla Junior hjólið hentaði landslaginu einstaklega vel þar sem það er svo létt og meðfærilegt. Hún klykkir út með að segja að það séu hundruð Precision Junior hjóla þar núna sem séu eigendum sínum til ómældrar ánægju. Eflaust er síðasta setningin ekkert annað en ýkjur til að auðvelda sölu hjólanna en til eru nokkur dæmi um hjól með Precision mótorum, aðallega af nokkrum myndum en einnig úr skráningum frá 1920 svo eitthvað er til í þessari sögu. Munu það vera nöfn eins og Mead Flyer og Radco svo eitthvað sé nefnt.

Mótorhjól með Precicion mótor einhverstaðar á Íslandi.

Annað sem styður þennan orðróm er stutt grein úr októberhefti The Motorcycle frá 1914. Þar segir frá láti mótorhjólamannsins L. W. Spencer í stríðsátökum í Frakklandi. Þar er hans meðal annars minnst sem eins breska mótorhjólamanninum sem ferðast hafi um Ísland á mótorhjóli. Spencer rak um tíma litla mótorhjólaverksmiðju sem framleiddi Little Giant hjólin, sem voru með Precision mótorum.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *