Categories
Uncategorized

Risauppboð á hlöðufundi áratugarins

Hver kannast ekki við hugtakið “hlöðufund” eða “Barn find” sem fylgist með gömlum bílum eða mótorhjólum? Þótt að mótorhjólum sem keypt voru fyrir 100 árum og síðan lagt af fyrsta eiganda séu enn að skjóta upp kollinum eru líka aðrar tegundir af hlöðufundi nú til dags. Safnarar hafa í mörgum tilvikum safnað að sér mótorhjólum sem að gleymast svo í þeirra eigu, allt þar til þeir hrökkva upp af. Þá koma í ljós skemmur fullar af mótorhjólum, en það er einmitt samansafn mótorhjóla úr tveimur þannig tilvikum sem hér um ræðir. Það er mótorhjólaverslunin Hitchcocks Motorcycles sem stendur fyrir uppboðinu og þótt mótorhjólin komi upphaflega frá Ameríku fer það fram í Solihull í Bretlandi. Það þurfti fimm 40 feta gáma undir allt dótið sem inniheldur tæplega 200 mótorhjól og kynstrin öll af varahlutum.

Mótorhjólin eru mörg hver óuppgerð eins og þetta AJS frá fyrri hluta síðustu aldar en einnig er mikið að nýrri gerðum frá því eftir miðja tuttugustu öldina.

Það mun taka einhvern tíma áður en hægt verður að flokka og merkja alla hluti svo þeir verði tilbúnir fyrir uppboð, en á meðfylgjandi myndbandi má sjá herlegheitin. Þarna eru mótorhjól frá Triumph, Norton, BSA, Indian, AJS, Royal Enfield og fleiri framleiðendum. Magn varahluta er líka yfirþyrmandi sem sjá má að eru flokkaður eftir hlutverkum þeirra, felgur í einum kassa, hedd í öðrum og svo mætti lengi telja. Búast má við að varahlutirnir verði boðnir til sölu smátt og smátt á vefverslun Hitchcocks Motorcycles svo það gæti borgað sig að fylgjast með á komandi vikum og mánuðum ef þið skylduð sjá eitthvað áhugavert í myndbandinu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *