Author name: Njáll Gunnlaugsson

Njáll Gunnlaugsson er mótorhjólamaður, áhugamaður um fornhjól, ökukennari og rithöfundur.

Innlent

Yamaha kom fyrst 1967

Í bók minni „Þá riðu hetjur“ frá 2005 fjalla ég um fyrstu Yamaha hjólin sem hingað komu gegnum Bílaborg árið 1974, svo vitnað sé beint í texta bókarinnar. „Árið 1974 koma fyrstu Yamaha hjólin til landsins og voru það RD 50 til að byrja með. Það var Þórir Jensen hjá Bílaborg sem að flutti inn […]

Yamaha kom fyrst 1967 Lesa grein »

Innlent

Flókin ættfræði gamalla mótorhjóla

Það er ekki einfalt mál að finna út úr eigendasögu gamalla mótorhjóla á Íslandi og skráningarupplýsingum þeirra. Fyrir það fyrsta eru þær skráningarupplýsingar sem eru til frekar gloppóttar og oft þarf að reiða sig á aðrar upplýsingar eins og ljósmyndir eða munnlegar heimildir. Við getum tekið tvö dæmi en það voru skráningarnar R-1129 og R1164.

Flókin ættfræði gamalla mótorhjóla Lesa grein »

Innlent

Innflutningur mótorhjóla 1905-2020

Það getur verið athyglisvert að skoða upplýsingar um innflutning mótorhjóla gegnum árin hér á Íslandi. Hann virðist hafa verið nokkuð sveiflukenndur svo ekki sé meira sagt enda höfðu utanaðkomandi aðstæður mikil áhrif á þessa hluti, ekki síst mótorhjólin sem voru munaðarvara. Skráningar virðast hafa verið á reiki til að byrja með og engin til fyrr

Innflutningur mótorhjóla 1905-2020 Lesa grein »

Innlent

Myndasería frá 1930

Á Snjáldru (facebook) birtist á dögunum myndasería frá Steindóri Val Reykdal sem sýnir þrjá menn á jafnmörgum bifhjólum. Myndirnar komu úr myndaalbúmi afa hans, Þórðar Aðalsteinssonar sem átti eitt hjólið. Þótt myndirnar væru litlar og óskýrar í fyrstu var strax hægt að sjá að hér var um merkilega heimild að ræða. Eftir að hafa skannað

Myndasería frá 1930 Lesa grein »

Innlent

Ariel hjólin kringum 1930

Fyrir skömmu birtist mynd af Ariel mótorhjóli á Holtavörðuheiði árið 1930 á vefnum Sarpur.is og þótti mér númer hjólsins eitthvað kunnuglegt. Reyndist það vera NK-6 sem til eru allavega þrjár aðrar myndir af. Fyrsti eigandi þess var Björn Björnsson en hann keypti það nýtt 1920. Í bókinni Saga Norðfjarðar er sagt að það hafi verið

Ariel hjólin kringum 1930 Lesa grein »

Innlent Karakterar

Mótorhjóladagbækur Jóns frá Helluvaði – seinni hluti

Á dögunum birtum við fyrri hluta mótorhjóladagbóka Jóns Sigurgeirssonar frá Helluvaði í Mývatnssveit. Hér er komin seinni hluti þeirrar frásagnar þar sem segir frá ferð þeirra frænda um suðurlandið og svo ferðinni norður aftur, þar sem þeir þurftu að aka um hersetinn Hvalfjörð. Næsta morgun var sólskin og besta veður. Ég smurði í alla koppa

Mótorhjóladagbækur Jóns frá Helluvaði – seinni hluti Lesa grein »

Scroll to Top