Royal Enfiled

Innlent Karakterar

„Breskt er best!“

Þegar kom að vali á mótorhjólum hjá Hilmari Lútherssyni var þetta oft viðurkvæðið, breskt er best! Hilmar lést í síðastliðinni viku og vegna áhuga afastelpu hans sem langar að sjá hjólin hans afa gegnum tíðina, ákvað ég að skrifa grein um þau helstu. Auðvitað verður sú grein aldrei tæmandi því mótorhjólin sem hann átti gegnum […]

„Breskt er best!“ Lesa grein »

Erlent

Risauppboð á hlöðufundi áratugarins

Hver kannast ekki við hugtakið „hlöðufund“ eða „Barn find“ sem fylgist með gömlum bílum eða mótorhjólum? Þótt að mótorhjólum sem keypt voru fyrir 100 árum og síðan lagt af fyrsta eiganda séu enn að skjóta upp kollinum eru líka aðrar tegundir af hlöðufundi nú til dags. Safnarar hafa í mörgum tilvikum safnað að sér mótorhjólum

Risauppboð á hlöðufundi áratugarins Lesa grein »

Innlent Uppgerð

Í-88 aftur komið á götuna – Vélhjól á Vestfjörðum II

Í öðrum þætti Vestfjarðarmótorhjólanna fjöllum við um hjól sem margir þekktu en það var Matchless mótorhjól Helga Hartarsonar sem bar númerið Í-88. Helgi Hjartarson átti reyndar þrjú mótorhjól uppúr seinna stríði. Fyrst kom Royal Enfield herhjól líkt og áður hefur verið talað um, því næst Matchless G8L og svo BSA mótorhjól sem enn er til

Í-88 aftur komið á götuna – Vélhjól á Vestfjörðum II Lesa grein »

Innlent

Flókin ættfræði gamalla mótorhjóla

Það er ekki einfalt mál að finna út úr eigendasögu gamalla mótorhjóla á Íslandi og skráningarupplýsingum þeirra. Fyrir það fyrsta eru þær skráningarupplýsingar sem eru til frekar gloppóttar og oft þarf að reiða sig á aðrar upplýsingar eins og ljósmyndir eða munnlegar heimildir. Við getum tekið tvö dæmi en það voru skráningarnar R-1129 og R1164.

Flókin ættfræði gamalla mótorhjóla Lesa grein »

Innlent

Innflutningur mótorhjóla 1905-2020

Það getur verið athyglisvert að skoða upplýsingar um innflutning mótorhjóla gegnum árin hér á Íslandi. Hann virðist hafa verið nokkuð sveiflukenndur svo ekki sé meira sagt enda höfðu utanaðkomandi aðstæður mikil áhrif á þessa hluti, ekki síst mótorhjólin sem voru munaðarvara. Skráningar virðast hafa verið á reiki til að byrja með og engin til fyrr

Innflutningur mótorhjóla 1905-2020 Lesa grein »

Innlent Karakterar

Mótorhjóladagbækur Jóns frá Helluvaði – seinni hluti

Á dögunum birtum við fyrri hluta mótorhjóladagbóka Jóns Sigurgeirssonar frá Helluvaði í Mývatnssveit. Hér er komin seinni hluti þeirrar frásagnar þar sem segir frá ferð þeirra frænda um suðurlandið og svo ferðinni norður aftur, þar sem þeir þurftu að aka um hersetinn Hvalfjörð. Næsta morgun var sólskin og besta veður. Ég smurði í alla koppa

Mótorhjóladagbækur Jóns frá Helluvaði – seinni hluti Lesa grein »

Innlent Karakterar

Mótorhjóladagbækur Jóns frá Helluvaði

Stundum rekur á fjörur manns fjársjóður eins og ljósmyndir og dagbækur þessa manns, Jóns Sigurgeirssonar frá Helluvaði í Mývatnssveit sem dóttir hans, Herdís Anna Jónsdóttir var svo elskuleg að senda mér eftir að hafa lesið grein í Bændablaðinu. Jón átti aðeins mótorhjól frá 1934 – 1950 áður en hann eignaðist bíl og flakkaði víða um

Mótorhjóladagbækur Jóns frá Helluvaði Lesa grein »

Innlent

Vélhjól á Vestfjörðum I

Mikill mótorhjólaáhugi virðist hafa verið á Ísafirði og nágrenni um og uppúr seinni heimsstyrjöldinni. Talsvert kom af Royal Enfield herhjólum upp úr lokum heimsstyrjaldarinnar, en þau voru seld í kippum eftir stríð því það var svo mikið til af þeim, og fengust þannig mjög ódýrt. Eflaust hafa einhverjir freistast til að kaupa slík hjól þannig

Vélhjól á Vestfjörðum I Lesa grein »

Innlent Karakterar

Stína á hjólinu

Kristín Kristjánsdóttir frá Húsavík var ein fyrsta konan á Íslandi til að eiga og nota mótorhjól, en það átti hún um miðja tuttugustu öldina. Hún átti Royal Enfield hjól frá hernum í nokkur á og notaði hún hjólið talsvert í veiði og til að heimsækja fjölskyldu sína í Bárðardal. Einnig notaði hún það til ferðalaga

Stína á hjólinu Lesa grein »

Scroll to Top