Author name: Njáll Gunnlaugsson

Njáll Gunnlaugsson er mótorhjólamaður, áhugamaður um fornhjól, ökukennari og rithöfundur.

Innlent

Fyrstu Indian mótorhjólin – fyrri hluti – Powerplus

Fyrir nokkru barst mér mynd af eldgömlu mótorhjóli tekin um 1920 við Vesturgötuna. Sýnir myndin götumynd þess tíma vel og fyrir miðri mynd er veglegt mótorhjól með hliðarvagni. Þegar ég fór að rannsaka þessa mynd betur kom í ljós að hjólið hlyti að vera af Indian gerð því að slík hjól með hliðarvagni þekkjast vel […]

Fyrstu Indian mótorhjólin – fyrri hluti – Powerplus Lesa grein »

Innlent Karakterar

Mótorhjóladagbækur Jóns frá Helluvaði

Stundum rekur á fjörur manns fjársjóður eins og ljósmyndir og dagbækur þessa manns, Jóns Sigurgeirssonar frá Helluvaði í Mývatnssveit sem dóttir hans, Herdís Anna Jónsdóttir var svo elskuleg að senda mér eftir að hafa lesið grein í Bændablaðinu. Jón átti aðeins mótorhjól frá 1934 – 1950 áður en hann eignaðist bíl og flakkaði víða um

Mótorhjóladagbækur Jóns frá Helluvaði Lesa grein »

Innlent

Vélhjól á Vestfjörðum I

Mikill mótorhjólaáhugi virðist hafa verið á Ísafirði og nágrenni um og uppúr seinni heimsstyrjöldinni. Talsvert kom af Royal Enfield herhjólum upp úr lokum heimsstyrjaldarinnar, en þau voru seld í kippum eftir stríð því það var svo mikið til af þeim, og fengust þannig mjög ódýrt. Eflaust hafa einhverjir freistast til að kaupa slík hjól þannig

Vélhjól á Vestfjörðum I Lesa grein »

Innlent

Eina íslenska Thor mótorhjólið

Til eru heimildir um að eitt stykki Thor mótorhjól hafi verið til á Íslandi kringum 1920. Samkvæmt elstu skráningarupplýsingum frá Reykjavík er Thor mótorhjól skrásett 15. maí 1919 á nafn Kristins Einarssonar, og fær það númerið RE-110. Varðveist hefur reikningur frá 24. maí 1919 sem sýnir að Jóhann Ólafsson & Co selur fyrirtækinu K. Einarsson

Eina íslenska Thor mótorhjólið Lesa grein »

Innlent

Mynd af fágætu Raleigh

Á dögunum var birt mynd á facebook síðunni Gamlar ljósmyndir af tveimur herramönnum á faratækjum sínum. Annar þeirra situr í bíl en sá fremri situr uppábúinn með hanska og hatt og sígarettu í munninum, á greinilega talsvert gömlu mótorhjóli. Alltaf þegar ég fæ svona myndir í hendurnar get ég ekki á mér setið að finna

Mynd af fágætu Raleigh Lesa grein »

Innlent

Fyrsta Ducati hjólið hér

Við skoðun á gömlum skráningarupplýsingum fyrir skellinöðrur rakst ég á þá skemmtilegu staðreynd að fyrsta Ducati hjólið kom hingað árið 1958 og var af sjaldgæfri tegund frá 1953, en fyrsta slíka hjólið var framleitt árið 1952. Hjólið kom frá Sölunefnd varnarliðseigna og hefur því líkast til komið upphaflega frá Bandaríkjunum. Hjólið er fyrst í eigu

Fyrsta Ducati hjólið hér Lesa grein »

Scroll to Top